föstudagur, júní 11

Ég er í vinnuni þannig að þetta verður bara svona rétt....
Helgin frammundan og ég verð á mínum stað á Mojitos :) allir að kíkja þangað!!! Hvað um það þá er framundan heimsókn á Kvíabryggju til pabba á sunnudaginn, við fjölskyldan ætlum að skella okkur en hann var fluttur þangað á mánudaginn. Ég er búin að henda inn á bloggið hans þannig að ef einhver vill slóðina hafið þá bara samband við mig, ég veti ekki hvort hann vilji að allir viti hana, ég skal bara spyrja af því....
Ég fékk símhringinu í morgun og var karlmaður hinum megin á símaþræðinum að "pitcha" hugmynd um að henda mér í smá stuttmynd....svona semi um mig....ekki slæmt það. það verður fundað á sunnudaginn og veit ég meira ´þá.... ég er nú samt helvíti spennt fyrir þessu svona ef ég á að vera hreinskilin sko...þetta væri nefnilega helvíti kúl að ég held, er ég svona týpa? Er ég þessi ekta confused gella? Við bíðum og sjáum (jey ég er týpa). Ég mætti í vinnuna upp úr hádegi og komst að því að ég er kölluð drottningin á efri hæðinni, hvað svo sem fólk meinar með því...það er víst eitthvað um það að ég sé pínu hávær og það fara ekki framhjá neinum þegar ég er mætt,er nokkuð til í því?
VEI VEI fyrsti mótorhjólatíminn er á mánudaginn!!!!!! geðveikt spennandi.
hmmm....hitti exið mitt í gær og við sögðum pínlegt hæ eftir að hafa ignorað hvort annað allan daginn niður á Austurvelli, Ísland er bara of lítitð stundum.
Á maður að fara að stilla upp staðnum og reyna að hressa upp á lookið? Ég er eitthvað svo ofur mygluð í dag.
Ég fékk skemmtileg sms í vikunni, ekki frá mystery man samt, sem virðist vera horfinn með öllu, en skemmtileg engu að síður, leiddu ekki til neins en gott að vita að maður hefur enn einhvern sjarma. (ekki það að maður hélt neitt annað sko..)
Þetta er búin að vera góð vika. Ég er virkileg að tappa inn á sætu sumarstelpuna sem er bara á lausu í ruglinu með stelpunum stelpuna. Byrjuðum vikuna á smá pæjuleiðangri í Smáralind, ég,Solla og Anna Rakel, ég er blankari en andskotin þannig að ég tók að mér hlutverk personal shopper og stílisti fyrir þeirra hönd, stóð mig bara nokkuð vel skal ég ykkur segja.
Hey vissuði af matarboðinu í seinustu viku? Hladiði að kellann hafi ekki bara galdrað framm þvílíka veislu með aðstoð Örnu vinkonu og Sollu heima hjá Samma og Rolla? Og við erum ekkert að tala um neitt slor heldur bara humarhala og kjúllarétt, svona leynir stelpan á sér, við erum að spá í að gera þetta að föstum lið, svona sunnudagsmatur.
Ég hösslaði 50 cent í vikunni, nánar frá því seinna ;)
HMMM ég er búin að búa niður á Austurvelli í þessari viku og hefur það skilað sér í aukinni brúnku, skemmtilegt það.
Í gær endaði ég í athylgisverðu sannleikanum og kontor með Önnu Rakel, Inga dyraverði og Finna inni á Priki langt frammeftir nóttu og undir morgun, það auðvitað fer ekkert lengra en mjög athyglisvert samt....ég mæli hiklaust með þessum leik, hann er nefnilega vanmetin sjáiðið til.
Það verður allt að gerast á miðvikudaginn 16.júní, bara of mikið af partýum í gangi!!!! Djammið þá kemur sterkt inn.
Ég kveð að sinni :)
allir að kíkja á Siggu sína í einn Mojito um helgina.
queen B

Engin ummæli: